Innri Viska
Býður upp á heildræna meðferð fyrir þá sem langar að samþætta huga, sál og líkama.
Þú getur valið um samtalsmeðferð eða meðferð á bekk, CranioSacral Therapy (Höfuðbeina og spjaldhryggjar meðferð)
Ég blanda saman ýmsum fræðilegum verkfærum úr Mindfullness Therapy, CranioSacral Therapy, Somatic Therapy og almennri ráðgjöf.
Rými og traust er það sem byggir upp árangursríka meðferð.
Um Mig
Ég hef alla ævi verið forvitin um hegðun og líðan fólks sem varð til þess að ég varði fimm árum í Háskóla Íslands í uppeldis og menntavísindum og ráðgjöf og hef tæplega tuttugu ára reynslu á því sviði. Ég hef nýverið ákveðið að dýpka mig í áfallafræðum og er að bæta við mig námskeiðum á því sviði.
Ég hef einnig lokið á þriðja tug námskeiða m.a. í handleiðslu og Yoga Nidra. Mindfulness, Somatic Experiencing og CranioSacral Therapy (höfuðbeina og spjaldhryggjar meðferð)
Energy Systems and Balancing
Ég heiti Íris Arnardóttir, ég er fædd árið 1973 og er alin upp í vesturbæ Kópavogs.
Einnig varði ég sjö sumrum á Blönduósi og nágrenni og elskaði að þvælast þar um allar koppagrundir.
Ég á þrjú dásamleg börn og þrjú barnabörn.
Ég hef fengið að reyna margt í lífinu, bæði frábæra hluti sem veittu mér mikla gleði en líka stundir sem hafa næstum gert út af við mig. Ég þekki það því á eigin skinni hvernig áföll og erfiðleikar geta haft áhrif á alla okkar tilvist. Hvernig sum áföll sitja föst (jafnvel ómeðvitað) og hvernig önnur fara sína leið án mikillar fyrirhafnar.
Ég hef valið mér bæði hefðbundnar og óhefðbundar leiðir til að styðja sjálfa mig í mínu ferli og því meira sem ég vinn úr þessum ómeðvituðu pörtum innra með sjálfri mér því meiri þörf hef ég fyrir að aðstoða aðra í svipuðum aðstæðum.
Ég hef síðast liðin átta ár verið í djúpri innri vinnu sem hefur leitt mig hingað...mögulega til þín ?
Samtalsmeðferð
Somatic Therapy
Somatic Therapy styðst við þann hluta sálfræðinnar sem kallast
sálmeðferðarfræði (Counseling Psychology). Unnið eru út frá Mind - Body Connection sem gengur út frá því að líkaminn geymi minningar og reynslu. Í Somatic Therapy er unnið með viðbrögð líkamans í mjög litlum skrefum til að auka þolglugga taugakerfisins.
Mindfulness Therapy
MBS (Mindfulness-Based Stress Reduction) er hornsteinn meðferðar og miðar að því að læra að vera með sjálfum sér í andartakinu og fyrri reynslu án þess að dæma eða breyta. Einnig er stuðst við MBCT (Mindfulness-based cognitive therapy) þar sem áskoranir, neikvæðar hugsanir og hegðunarmynstur eru skoðuð.
CranioSacral Therapy
Innra með okkur er yfirgripsmikið kerfi sem hefur sjálfkrafa tilhneigingu til að viðhalda innri stöðugleika í líkamanum.
Þetta kerfi samanstendur af fjórum meginþáttum. Himnukerfið (sem umlykur miðtaugakerfið), heila- og mænuvökvinn (innan miðtaugakerfisins), beinin (sem tengjast himnunum) og bandvefurinn (sem kvíslast um allan líkamann frá himnukerfinu)
Með léttri snertingu er hægt að finna spennu í þessu kerfi og miðast meðferðin að því að losa hana. Stundum kallar líkaminn á vefræna tilfinningalosun til að aðstoða líkamann við að losa um afleiðingar
af áföllum og tilfinningar sem þeim tengjast.
Hver tími er 60-70 mínútur. Meðferðin sjálf er 60 mínútur en oft er gefið örlítið auka rými eftir tímann.
Skjólstæðingur liggur fullklæddur á bekk og gott er að mæta í þægilegum fötum.
Hvað skjólstæðingar hafa að segja
Samtalsmeðferð
Með nærgætni og fagmennsku Írisar hefur hún fundið með mér hvar orsakir erfiðra tilfinninga minna liggja og hjálpað mér að skilgreina þær. Hún leiðir mann áfram í samtalinu af hlýju og á óskiljanlegan hátt er eins og rými fyrir jákvæðari tilfinningar verði til. Það gerist einhver galdur, slík er þessi góða orka í tímunum hjá henni
Elva Dögg Gunnarsdóttir
CranioSacral Therapy
Íris hefur einstakar gjafir að gefa. Hún skynjar djúpt og nálgast vinnu sína af mikilli næmni, hlýju og visku. Með hennar hjálp hef ég farið í gegnum eldgamlar orkustíflur og upplifað mikinn létti og sátt.
Áslaug Björt Guðmundardóttir
CranioSacral Therapy
“Þvílíkir dásemdartímar og ferðalag sem ég hef átt með Írisi. Mæli svo mikið með henni. Gerir allt betra”
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Ég fylgi þér á þínum hraða og er til staðar og stuðnings.